Spurt og Svarað

Inn- og nýskráningar vandamál

Af hverju get ég ekki innskráð mig?
Það eru nokkrar gildar ástæður fyrir því að þetta gerist. Athugaðu fyrst hvort notandanafn og lykilorð sé rétt. Ef það er allt rétt þá skaltu hafa samband við stjórnanda spjallborðsins til að vera viss um að þú sért ekki á bannlista. Það er líka mögulegt að villa hafi komið upp í stillingum vefsvæðisins sem eigandi vefsins þurfi að laga.
Fara efst

Af hverju þarf ég að skrá mig?
Þú þarft þess kannski ekki, stjórnandi spjallborðsins ræður því hvort þú þurfir að skrá þig til að skrifa innlegg. Hins vegar mun skráning gefa þér fleiri valmöguleika sem gestir hafa ekki eins og sérvalda smámynd, einkaskilaboð, senda tölvupóst á aðra notendur, áskrift að notendahóp og fleira. Skráning tekur aðeins fáein augnablik svo það er mælt með því að þú skráir þig.
Fara efst

Af hverju er ég útskráð/ur sjálfkrafa?
Ef þú hakar ekki við Skrá mig inn sjálfkrafa þegar þú skráir þig inn þá mun spjallborðið aðeins halda þér innskráðum tímabundið. Þetta kemur í veg fyrir misnotkun á aðgangi þínum af einhverjum öðrum. Hakaðu við valmöguleikann til að halda þér innskráðum við næstu innskráningu. Við mælum ekki með því að þú gerir það á tölvu sem aðrir hafa aðgang að. Ef þú sérð ekki þennan valmöguleika þá þýðir það að stjórnandi spjallborðsins hafi óvirkjað hann.
Fara efst

Hvernig kem ég í veg fyrir að notandanafn mitt sé birt á lista yfir innskráða notendur?
Á stjórnborði notanda undir "Stillingar spjallborðs" munt þú finna valmöguleikan Fela innskráningarstöðu mína. Virkjaðu þann valmöguleika með því að velja og þú munt bara vera sýnilegur gagnvart stjórnendum, umsjónarmönnum og þér sjálfum. Þú munt teljast sem falinn notandi.
Fara efst

Ég hef tapað lykilorði mínu!
Ekki örvænta! Þó að það sé ekki hægt að endurheimta lykilorðið þitt þá er auðveldlega hægt að endursetja það. Farðu á innskráningarsíðuna og smelltu á Ég gleymdi lykilorðinu mínu. Fylgdu leiðbeiningunum og þú ættir að geta skráð þig aftur inn fljótlega.
Fara efst

Ég skráði mig en get samt ekki innskráð mig!
Athugaðu fyrst notandanafn og lykilorð þitt. Ef það er bæði rétt þá er tvennt sem kemur til greina. Ef stuðningur við COPPA er virkjaður og þú skráðir að þú sért yngri en 13 ára við skráninguna þá þarftu að fylgja leiðbeiningunum sem þú fékkst. Á sumum spjallborðum þarf skráningin einnig að vera virkjuð, annað hvort af þér sjálfum eða stjórnanda, áður en þú getur skráð þig inn; þessar upplýsingar komu fram við skráninguna. Ef þú fékkst tölvupóst farðu þá eftir leiðbeiningunum. Ef þú fékkst ekki tölvupóst þá er möguleiki að þú hafir skráð rangt netfang eða þá að ruslpóstavörn hafi gripið tölvupóstinn. Ef þú ert viss um að þú hafir gefið rétt netfang prófaðu þá að hafa samband við stjórnanda.
Fara efst

Ég var skráður notandi áður en get ekki skráð mig inn lengur?!
Það er möguleiki að stjórnandi hafi afvirkjað eða eytt aðgangi þínum af einhverri ástæðu. Auk þess eyða mörg spjallborð reglulega óvirkum notendum til að minnka stærð gagnagrunnsins. Ef þetta hefur gerst reyndu þá að skrá þig aftur og reyndu að vera virkari í umræðum.
Fara efst

Hvað er COPPA?
COPPA, eða "Child Online Privacy and Protection Act", eru lög í Bandaríkjunum sem skyldar vefsíður sem gætu mögulega safnað upplýsingum frá ólögráða einstaklingum undir 13 ára aldri til að hafa skriflegt leyfi foreldris eða einhverja aðra lagalega viðurkenningu lögræðis sem leyfi söfnun á persónurekjanlegum upplýsingum frá ólögráða einstaklingum undir 13 ára aldri. Ef þú ert ekki viss um hvort að þetta eigi við þig sem einhver að reyna að skrá sig eða vefsíðuna sem þú ert að reyna að skrá þig á hafðu þá samband við einhvern sem þekkir lög. Vinsamlegast athugaðu að phpBB hópurinn getur ekki boðið lögfræðiaðstoð og er ekki tengiliður fyrir lögfræðivangaveltur af neinu tagi, fyrir utan það sem er talið upp hér að neðan.
Fara efst

Af hverju get ég ekki nýskráð mig?
Það er mögulegt að eigandi vefsíðunnar hafi bannað IP vistfangið þitt eða bannað notandanafnið sem þú ert að reyna að skrá. Eigandi vefsíðunnar gæti einnig hafa lokað fyrir nýskráningar til að koma í veg fyrir að gestir skrái sig. Hafðu samband við spjallborðsstjórnanda fyrir aðstoð.
Fara efst

Hvað þýðir að "eyða öllum vefkökum spjallborðsins"?
"Eyða öllum vefkökum spjallborðsins" eyðir öllum vefkökum sem phpBB hefur búið til sem halda þér auðkenndum og innskráðum á spjallborðinu. Það býður einnig uppá aðgerðir eins og að fylgjast með lestri innleggja ef það hefur verið virkjað af eiganda spjallborðsins. Ef þú átt í vandræðum með inn- eða útskráningu þá gæti hjálpað að eyða vefkökum spjallborðsins.
Fara efst

Stillingar notanda og spjallborðs

Hvernig breyti ég stillingunum mínum?
Ef þú ert skráður notandi þá eru allar stillingarnar þínar geymdar í gagnagrunni spjallborðsins. Til að breyta þeim ferðu á stjórnborðið þitt; það er yfirleitt hægt að finna hlekk á það efst á síðum spjallborðsins. Það kerfi mun leyfa þér að breyta öllum þínum stillingum.
Fara efst

Tímasetningar eru ekki réttar!
Það er mögulegt að birtur tími tilheyri öðru tímabelti en því sem þú ert í. Ef svo er skaltu fara á stjórnborðið þitt og stilla tímabeltið þitt svo það passi við þitt svæði, t.d. London, París, New York, Sydney o.s.frv. Athugaðu samt að það að breyta um tímabelti, eins og með flestar stillingar, er aðeins mögulegt ef þú ert skráður notandi. Ef þú ert ekki skráður þá er núna góður tími til að skrá sig.
Fara efst

Ég skipti um tímabelti en tíminn er ennþá rangur!
Ef þú ert viss um að þú hafir stillt á rétt tímabelti og valið rétta stillingu á sumartíma/DST en tímasetningar eru enn rangar þá er tíminn á vefþjóninum rangur. Vinsamlegast láttu stjórnanda spjallborðsins vita svo hægt sé að laga vandamálið.
Fara efst

Tungumálið mitt er ekki í listanum!
Annað hvort hefur stjórnandi spjallborðsins ekki sett tungumálið þitt inn eða enginn hefur þýtt þetta spjallborð yfir á þitt tungumál. Prófaðu að spyrja stjórnanda spjallborðsins hvort hann geti sett inn þann tungumálapakka sem þig vantar. Ef tungumálapakkinn er ekki til þá er þér frjálst að búa til nýja þýðingu. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu phpBB (sjá hlekki neðst á síðum spjallborðsins).
Fara efst

Hvernig læt ég smámynd fylgja notandanafni mínu?
Það eru tvær myndir sem geta birst ásamt notandanafni þínu þegar innlegg eru skoðuð. Ein þeirra gæti verið mynd sem tengist stöðugildi þínu, yfirleitt stjörnur, ferningar eða punktar, sem gefa til kynna hversu mörg innlegg þú hefur sett inn eða stöðugildi þitt á spjallborðinu. Önnur, yfirleitt aðeins stærri mynd, er svokölluð smámynd sem er yfirleitt einstök eða persónuleg fyrir hvern notanda. Það er undir stjórnanda spjallborðsins að virkja smámyndir og velja hvernig hægt sé að velja þær. Ef þú getur ekki notast við smámyndir hafðu þá samband við stjórnendur spjallborðsins og spurðu þá útí ástæður þeirra fyrir því.
Fara efst

Hvert er stöðugildi mitt og hvernig breyti ég því?
Stöðugildi, sem birtist undir notandanafninu þínu, gefa til kynna hversu mörg innlegg þú hefur skrifað eða auðkenna ákveðna notendur, eins og t.d. umsjónarmenn eða stjórnendur. Þú getur yfirleitt ekki breytt titlum stöðugilda þar sem þau eru skilgreind af stjórnanda spjallborðsins. Vinsamlegast ekki misnota spjallborðið með því að skrifa óþarfa innlegg eingöngu til að hækka stöðugildi þitt. Flest spjallborð líða það ekki og mun umsjónarmaður eða stjórnandi einfaldlega lækka samtölu innleggja þinna.
Fara efst

Þegar ég smelli á tölvupóstshlekk hjá notanda þá er ég beðin(n) um að innskrá mig?
Innskráðir notendur geta bara sent tölvupóst til annara notenda í gegnum innbyggða tölvupóstsformið og eingöngu ef stjórnandi hefur virkjað þann möguleika. Þetta er til að koma í veg fyrir misnotkun á tölvupóstkerfinu af ókunnugum notendum.
Fara efst

Vandamál við innleggjaskrif

Hvernig set ég inn umræðu á spjallborði?
Til að setja inn nýja umræðu á spjallsvæði smellir þú á viðeigandi takka annað hvort á síðu spjallsvæðis eða umræðu. Þú gætir þurft að nýskrá þig áður en þú getur skrifað innlegg. Listi yfir réttindi þín á hverju spjallsvæði er staðsettur neðst á spjallsvæðis- og umræðusíðum. Dæmi: Þú getur skrifað nýjar umræður, Þú getur kosið í könnunum, o.fl.
Fara efst

Hvernig breyti ég eða eyði innleggi?
Ef þú ert hvorki stjórnandi spjallborðs eða umsjónarmaður þá getur þú bara breytt eða eytt þínum eigin innleggjum. Þú getur breytt innleggi með því að smella á breytingatakka viðkomandi innleggs, stundum bara í takmarkaðan tíma eftir að innleggið var sett inn. Ef einhver hefur nú þegar svarað innlegginu þá munt þú finna smá texta fyrir neðan innleggið þegar þú kemur aftur í umræðuna sem sýnir hve oft þú hefur breytt innlegginu ásamt dagsetningu og tíma. Þetta mun aðeins birtast ef einhver hefur svarað; það mun ekki birtast ef að umsjónarmaður eða stjórnandi hefur breytt innlegginu, en þeir gætu þó skilið eftir athugasemd til útskýringar ef þeir vilja. Vinsamlegast athugaðu að venjulegir notendur geta ekki eitt innleggjum þegar einhver hefur svarað.
Fara efst

Hvernig bæti ég undirskrift við innleggið mitt?
Til að bæta undirskrift við innleghg verður þú fyrst að búa eina slíka til á stjórnborðinu þínu. Eftir það getur þú hakað við Bæta undirskrift við valmöguleikann á innleggsforminu til að bæta undirskriftinni þinni við. Þú getur líka bætt undirskrift sjálfkrafa við öll innlegg þín með því að velja viðeigandi valmöguleika á prófílnum þínum. Ef þú gerir það þá getur þú samt enn sleppt því að undirskrift sé bætt við stök innlegg með því að afhaka undirskriftarvalmöguleikann á innleggsforminu.
Fara efst

Hvernig bý ég til könnun?
Þegar þú setur inn nýja umræðu eða ert að breyta fyrsta innleggi í umræðu þá smellir þú á "Búa til könnun" flipann fyrir neðan aðal innleggsformið; ef þú sér það ekki þá hefur þú ekki réttu réttindin til að búa til kannanir. Skrifaðu titil og að minnsta kosti tvo valmöguleika í viðeigandi reiti og passaðu uppá að hver valmöguleiki sé í sér línu í textasvæðinu. Þú getur einnig stillt fjölda valmöguleika sem notendur mega velja í könnun undir "Fjöldi valmöguleika hvers notanda", tímamörk fyrir könnunina í dögum talið (0 fyrir ótakmarkaðan tíma) og að lokum hvort notendur megi breyta atkvæði sínu.
Fara efst

Af hverju get ég ekki bætt fleiri valmöguleikum við könnun?
Hámarksfjöldi valmöguleika fyrir kannanir er ákveðinn af stjórnanda spjallborðsins. Ef þér finnst þú þurfa að geta bætt fleiri valmöguleikum við en hámarkið leyfir hafðu þá samband við stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvernig breyti ég eða eyði könnun?
Eins og með innlegg þá getur eingöngu höfundur, umsjónarmaður eða stjórnandi breytt könnun. Til að breyta könnun þá velur þú að breyta fyrsta innlegginu í umræðunni; það er alltaf tengt könnuninni. Ef enginn hefur kosið þá geta notendur eytt könnuninni eða breytt öllum valmöguleikum. Hins vegar ef meðlimir hafa þegar kosið þá geta eingöngu umsjónarmenn eða stjórnendur breytt eða eytt könnuninni. Þetta kemur í veg fyrir að valmöguleikum könnunarinnar sé breytt í miðri kosningu.
Fara efst

Af hverju kemst ég ekki inná spjallsvæði?
Sum spjallsvæði gætu verið takmörkuð við ákveðna notendur eða hópa. Til að skoða, lesa, skrifa innlegg eða gera eitthvað annað gætir þú þurft sérstök leyfi. Hafðu samband við umsjónarmann eða stjórnanda spjallborðs til að veita þér aðgang.
Fara efst

Af hverju get ég ekki bætt viðhengjum við?
Viðhengjaréttindi eru veitt hverju spjallsvæði, hverjum hópi eða hverjum notanda fyrir sig. Stjórnandi spjallborðsins gæti hafa bannað viðbætingu viðhengja á því spjallsvæði sem þú ert að skrifa innlegg inná eða kannski geta aðeins ákveðnir hópar sent inn viðhengi. Hafðu samband við stjórnanda spjallborðsins ef þú ert ekki viss um af hverju þú getur ekki bætt viðhengjum við.
Fara efst

Af hverju fékk ég viðvörun?
Hver spjallborðsstjórnandi hefur sínar eigin reglur fyrir sína síðu. Ef þú hefur brotið reglu þá gæti þér borist viðvörun. Vinsamlegast athugaðu að þetta er ákvörðun stjórnanda spjallborðsins og phpBB Group tengist ekkert viðvörunum sem eru veittar hér. Hafðu samband við stjórnanda spjallborðsins ef þú ert í vafa yfir því hvers vegna þú fékkst viðvörun.
Fara efst

Hvernig get ég tilkynnt innlegg til umsjónarmans?
Ef stjórnandi spjallborðsins hefur leyft það þá ættir þú að sjá tilkynningartakka við hliðina á því innleggi sem þú vilt tilkynna. Þegar smellt er á hann þá er farið í gegnum tilkynningarferlið skref fyrir skref.
Fara efst

Fyrir hvað er "Vista" takkinn fyrir þar sem ný umræða er send inn?
Hann leyfir þér að geyma það sem þú hefur skrifað svo þú getir klárað og sent það inn seinna. Til að ná í vistuð skrif ferð þú á stjórnborðið þitt.
Fara efst

Af hverju þarf að samþykkja innleggið mitt?
Stjórnandi spjallborðsins gæti hafa ákveðið að innlegg á því spjallsvæði sem þú ert að skrifa á verði að vera yfirfarin áður en það fari inn. Það er líka mögulegt að stjórnandinn hafi sett þig í hóp notanda sem þarf að yfirfara innlegg hjá áður en þau fara inn. Vinsamlegast hafðu samband við stjórnanda spjallborðsins fyrir nánari upplýsingar.
Fara efst

Hvernig ýti ég umræðunni minni upp?
Með því að smella á "Ýta umræðu upp" hlekkinn þegar þú ert að skoða umræðuna þína þá getur þú ýtt henni efst á umræðulistanum á aðalsíðunni. Ef þú sérð hlekkinn hins vegar ekki þá gæti verið að valmöguleikinn sé ekki virkur eða að lágmarkstími frá síðustu færslu sé ekki liðinn. Það er einnig mögulegt að ýta umræðunni upp með því að einfaldlega svara henni en vertu bara viss um að fara eftir reglum spjallborðsins þegar þú gerir það.
Fara efst

Textasnið og umræður

Hvað er BBCode?
BBCode, eða BB kóði, er sérstök útfærsla af HTML sem býður uppá frábæra stjórnun textasniðs ákveðinna hluta í innleggi. Notkun BB kóða er virkjuð af stjórnanda en getur einnig verið óvirkjuð í innsendingarformi hvers innleggs fyrir sig. Sjálfum BB kóðanum svipar í stíl við HTML en tög eru afmörkuð með [ og ] í stað < og >. Fyrir frekari upplýsingar um BB kóða sjá leiðbeiningar sem hægt er að nálgast hjá innleggs- eða skilaboðaformi.
Fara efst

Get ég notað HTML?
Nei. Það er ekki mögulegt að senda HTML kóða inn á þessu spjallborði og fá það til að birtast sem HTML. Flest textasnið sem hægt er að gera með HTML er hægt að gera með BB kóða í staðinn.
Fara efst

Hvað eru broskallar?
Broskallar, eða tilfinningartákn, eru litar myndir sem er hægt að nota til að tjá tilfinningu með því að nota stuttann kóða, t.d. þýðir :) gleði á meðan :( þýðir sorg. Hægt er að sjá allan listann yfir tilfinningartáknin við innleggsformið. Reyndu samt að ofnota ekki broskallana þar sem þeir geta auðveldlega gert innlegg ólæsilegt og umsjónarmaður gæti tekið þá út eða eytt sjálfu innleginu. Stjórnandi spjallborðsins gæti einnig hafa sett takmörk á fjölda broskalla sem þú mátt nota í hverju innleggi.
Fara efst

Má ég sýna myndir?
Já, það er hægt að sýna myndir í skrifum þínum. Ef stjórnandinn hefur leyft notkun viðhengja þá gæti verið að þú getir sent myndina inná spjallborðið. Annars verður þú að vísa í hlekk á mynd sem er hýst á vefþjóni sem er aðgengilegur almenningi, t.d. http://www.example.is/mynd.gif. Þú getur ekki vísað í myndir sem eru geymdar á þinni eigin tölvu (nema hún sé vefþjónn sem er aðgengilegur almenningi) né myndir sem eru geymdar bakvið auðkennda aðgangsstýringu, t.d. Hotmail eða Yahoo pósthólf, lykilorðavarða síðu o.fl. Til að sýna myndina notar þú BB kóðann [img].
Fara efst

Hvað eru yfirtilkynningar?
Yfirtilkynningar innihalda mikilvægar upplýsingar og þú ættir að lesa þær við fyrsta tækifæri. Þær munu birtast efst á öllum spjallsvæðum og inná notendastjórnborðinu þínu. Réttindi að yfirtilkynningum eru veitt af stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvað eru tilkynningar?
Tilkynningar innihalda oft mikilvægar upplýsingar fyrir spjallsvæðið sem þú ert að skoða og þú ættir að lesa þær við fyrsta tækifæri. Tilkynningar birtast efst á öllum síðum þess spjallsvæðis sem þær eru settar inná. Eins og með yfirtilkynningar þá eru réttindi að tilkynningum veitt af stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvað eru límdar umræður?
Límdar umræður innan spjallsvæðis birtast fyrir neðan tilkynningar og bara á fyrstu síðunni. Þær eru oft nokkuð mikilvægar svo þú ættir að lesa þær við fyrsta tækifæri. Eins og með tilkynningar og yfirtilkynningar þá eru réttindi til að líma umræður veitt af stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvað eru læstar umræður?
Læstar umræður eru umræður þar sem notendur geta ekki lengur svarað og öllum skoðanakönnunum sem þær kunna að hafa innihaldið hefur verið lokað sjálfkrafa. Umræður geta verið læstar af ýmsum ástæðum og þeim hefur verið læst af annað hvort umsjónarmanni eða stórnanda spjallborðsins. Þú gætir einnig haft möguleika á að læsa þínum eigin umræðum miðað við réttindin sem þér er veitt af stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvað eru umræðutáknmyndir?
Umræðutáknmyndir eru myndir valdar af höfundi tengdar við innlegg til að gefa til kynna innihald þess. Aðgengi að notkun umræðutáknmynda miðast við réttindin sem eru sett af stjórnanda spjallborðsins.
Fara efst

Notendastöðugildi og hópar

Hvað eru stjórnendur?
Stjórnendur eru meðlimir með æðsta stig stjórnunar á öllu spjallborðinu. Þessir meðlimir geta stjórnað öllu sem tengist virkni spjallborðsins, þar á meðal að stilla réttindi, banna notendur, búa til notendahópa eða umsjónarmenn o.s.frv., háð stofnanda spjallborðsins og hvaða réttindi hann eða hún hefur gefið hinum stjórnendunum. Þeir geta einnig verið með fulla umsjónargetu á öllum spjallsvæðum háð stillingum sem hafa verið valdar af stofnanda spjallborðsins.
Fara efst

Hvað eru umsjónarmenn?
Umsjónarmenn eru einstaklingar (eða hópar af einstaklingum) sem sjá um spjallsvæðin dag frá degi. Þeir hafa valdið til þess að breyta eða eyða innleggjum og til að læsa, aflæsa, færa, eyða og skipta umræðum upp á því spjallsvæði sem þeir hafa umsjá með. Venjulega eru umsjónarmenn viðstaddir til að koma í veg fyrir að notendur fari út fyrir umræðuefnið eða að þeir sendi inn særandi eða móðgandi efni.
Fara efst

Hvað eru notendahópar?
Notendahópar eru hópar af notendum sem skipta samfélaginu niður í viðráðanlegar einingar sem stjórnendur spjallborðsins geta unnið með. Hver notandi getur tilheyrt nokkrum hópum og hverjum hópi getur verið úthlutað einstökum réttindum. Þetta veitir stjórnendum einfalda leið til þess að breyta réttindum margra notenda í einu, eins og að breyta réttindum umsjónarmanna eða til að gefa notendum aðgang að einangraðu spjallsvæði.
Fara efst

Hvar eru notendahóparnir og hvernig kemst ég í einn slíkann?
Þú getur skoðað alla notendahópana útfrá "Notendahópar" hlekknum inná stjórnborðinu þínu. Ef þú vilt ganga í einn slíkann haltu þá áfram með því að smella á viðeigandi takka. Það hafa hins vegar ekki allir hópar opinn aðgang. Sumir gætu þurft samþykki fyrir inngöngu, sumir gætu verið lokaðir og sumir gætu jafnvel verið með falda aðild. Ef hópurinn er opinn þá getur þú gengið í hann með því að smella á viðeigandi takka. Ef hópur krefst samþykkis fyrir inngöngu þá getur þú óskað eftir inngöngu með því að smella á viðeigandi takka. Leiðtogi hópsins mun þurfa að samþykkja beiðni þína og gæti spurt hvers vegna þú viljir ganga í hópinn. Vinsamlegast ekki áreita leiðtoga hóps ef hann hafnar beiðni þinni; hann mun hafa sína ástæðu.
Fara efst

Hvernig verð ég leiðtogi notendahóps?
Leiðtogi notendahóps er venjulega settur þegar notendahópar eru fyrst búnir til af stjórnanda. Ef þú hefur áhuga á að búa til notendahóp þá ætti að vera fyrsta verk þitt að hafa samband við stjórnanda; prófaðu að senda einkapóst.
Fara efst

Af hverju birtast sumir notendahópar í öðrum lit?
Það er mögulegt fyrir stjórnanda spjallborðsins að skilgreina lit fyrir meðlimi notendahóps til að auðvelda það að bera kennsl á meðlimi hópsins.
Fara efst

Hvað er "Sjálfgefinn notendahópur"?
Ef þú ert meðlimur í meira en einum notendahæop þá er sjálfgefið notað til að ákvarða hvaða hóplitur og hópstöðugildi ættu að vera sýnd sjálfgefið fyrir þig. Stjórnandi spjallborðsins getur gefið þér réttindi til að breyta sjálfgefnum notendahóp þínum á stjórnborðinu þínu.
Fara efst

Hvað er "Teymið" hlekkurinn?
Þessi síða veitir þér lista yfir starfslið spjallborðsins, þar á meðal stjórnendur spjallborðsins og umsjónarmenn sem og aðrar upplýsingar eins og hvaða spjallsvæði þeir sjá um.
Fara efst

Einkaskilaboðasendingar

Ég get ekki sent einkaskilaboð!
Það eru þrjár ástæður fyrir þessu; þú ert annað hvort ekki skráður notandi eða ekki skráður inn, stjórnandi spjallborðsins hefur afvirkjað einkaskilaboðasendingar á öllu spjallborðinu eða stjórnandi spjallborðsins hefur komið í veg fyrir að þú getir sent póst. Hafðu samband við stjórnanda fyrir frekari upplýsingar.
Fara efst

Ég er alltaf að fá óumbeðinn einkapóst!
Þú getur lokað á að notandi sendi þér einkaskilaboð með því að nota skilaboðareglurnar inná sjórnborðinu þínu. Ef þú ert að fá móðgandi einkaskilaboð frá ákveðnum notanda láttu þá stjórnanda spjallborðsins vita; þeir hafa valdið til þess að hindra notanda í að senda einkaskilaboð.
Fara efst

Ég hef fengið rusl eða móðgandi tölvupósta frá einhverjum á þessu spjallborði!
Okkur þykir leitt að heyra það. Tölvupósts eiginleikinn á þessu spjallborði felur í sér öryggisráðstafanir til að reyna að rekja spor notenda sem senda slíkan póst svo sendu stjórnanda spjallborðsins heilt afrit af tölvupóstinum sem þú fékkst. Það er mjög mikilvægt að það innihaldi höfuðpartinn sem inniheldur upplýsingar um notandann sem sendi tölvupóstinn. Stjórnandi spjallborðsins getur þá gripið til aðgerða.
Fara efst

Vinir og óvinir

Hvað eru vina og óvina listar mínir?
Þú getur notað þessa lista til að flokka aðra meðlimi spjallborðsins. Meðlimir sem eru settir á vinalistann þinn eru sýndir inná stjórnborðinu þínu fyrir hraðan aðgang til að sjá innskráningarstöðu þeirra og til að senda þeim einkapóst. Háð sniðmátsstuðningi gætu innlegg frá þessum notendum einnig verið sérmerkt. Ef þú bætir notanda við óvinalistann þinn munu öll innlegg frá honum vera sjálfgefið hulin.
Fara efst

Hvernig get ég bætt við notendum / fjarlægt notendur á vina eða óvina listanum mínum?
Þú getur bætt notendum við listann þinn á tvenna vegu. Á prófílssíðu hvers notanda er hlekkur til að bæta þeim við annað hvort vina eða óvina listann þinn. Að öðrum kosti, inná stjórnborðinu þínu, getur þú bætt notendum milliliðalaust við með því að slá inn meðlimanafn þeirra. Þú getur einnig tekið notendur af listanum þínum með því að nota sömu síðu.
Fara efst

Að leita á spjallborðinu

Hvernig get ég leitað á spjallsvæði eða spjallsvæðum?
Sláðu inn leitarstreng í leitarreitinn sem er staðsettur á forsíðunni, spjallsvæðum eða umræðusíðum. Ítarlegri leit er hægt að nálgast með því að smella á "Ítarleg leit" hlekkinn sem er í boði á öllum síðum spjallborðsins. Hvernig á að nálgast leitina gæti verið háð sniðmátinu sem er í notkun.
Fara efst

Af hverju skilar leitin mín engum niðurstöðum?
Leitin þín var líklega of óljós og innihélt mörg algeng orð sem eru ekki flokkuð af phpBB3. Vertu nákvæmari og notaðu valmöguleikana sem bjóðast innan ítarlegrar leitar.
Fara efst

Af hverju skilar leitin mín auðri síðu!?
Leitin þín skilaði of mörum niðurstöðum fyrir vefþjóninn að höndla. Notaðu "Ítarleg leit" og vertu nákvæmari í orðunum sem eru notuð og á hvaða spjallsvæðum eigi að leita á.
Fara efst

Hvernig leita ég að meðlimum?
Farðu á "Notendur" síðuna og smelltu á "Finna notanda" hlekkinn.
Fara efst

Hvernig get ég fundið mín eigin innlegg og umræður?
Þín eigin innlegg geta verið sótt annað hvort með því að smella á "Sýna innleggin þín" inná stjórnborðinu eða á þinni eigin prófíl síðu. Til að leita að umræðunum þínum notar þú ítarlegu leitarsíðuna og fyllir út ýmsa viðeigandi valmöguleikareiti.
Fara efst

Áskrift að umræðum og bókamerki

Hver er munurinn á að því að bókamerkja og gerast áskrifandi að?
Bókamerking í phpBB3 er mjög svipað og að bókamerkja í vafranum þínum. Þú ert ekki látinn vita þegar það er eitthvað nýtt en þú getur komið aftur að umræðunni seinna. Að gerast hins vegar áskrifandi mun láta þig vita þegar það er eitthvað nýtt í umræðunni eða á spjallsvæðinu á spjallborðinu miðað við valda aðgerð eða aðgerðir.
Fara efst

Hvernig gerist ég áskrifandi að ákveðnum spjallsvæðum eða umræðum?
Til að gerast áskrifandi að ákveðnu spjallsvæði smellir þú á "Gerast áskrifandi að svæði" þegar þú kemur inná spjallsvæðið. Til að gerast áskrifandi að umræðu svaraðu þá annað hvort umræðunni og veldu að gerast áskrifandi í leiðinni eða smelltu á "Gerast áskrifandi að umræðu" hlekkinn inní umræðunni sjálfri.
Fara efst

Hvernig fjarlægi ég áskriftirnar mínar?
Til að fjarlægja áskriftirnar þínar ferð þú á stjórnborðið þitt og fylgir hlekkjunum á áskriftirnar þínar.
Fara efst

Viðhengi

Hvernig viðhengi eru leyfð á þessu spjallborði?
Hver og einn stjórnandi spjallborðs getur leyft eða bannað ákveðnar tegundir af viðhengjum. Ef þú ert ekki viss um hvað er leyfilegt að senda inn hafðu þá samband við stjórnanda spjallborðsins til að fá aðstoð.
Fara efst

Hvernig finn ég öll viðhengin mín?
Til að finna lista af viðhengjum sem þú hefur sent inn ferðu á stjórnborðið þitt og fylgir hlekkjum á viðhengjasvæðið.
Fara efst

phpBB 3 mál

Hver skrifaði þetta spjallborð?
Þessi hugbúnaður (í sínu óbreytta formi) er framleiddur, útgefinn og höfundaréttavarið af phpBB Group. Hann er gerður aðgengilegur undir GNU General Public leyfinu og það má dreifa honum að vild. Sjá hlekkinn fyrir frekari upplýsingar.
Fara efst

Af hverju er ekki X eiginleikinn í boði?
Þessi hugbúnaður var skrifaður og útgáfuleyfi gefið út af phpBB Group. Ef þú telur að eiginleika þurfi að bæta við vinsamlegast heimsóttu þá hugmyndasetur phpBB þar sem þú getur gefið núverandi hugmyndum atkvæði eða komið með tillögu að nýjum eiginleikum.
Fara efst

Við hvern hef ég samband við varðandi móðgandi og/eða lagaleg mál tengd þessu spjallborði?
Einhver af stjórnendunum sem eru taldir upp á "Stjórnendur" síðunni ætti að vera viðeigandi til að hafa samband við fyrir kvartanir þínar. Ef það gefur engin svör þá ættir þú að hafa samband við eiganda lénsins (gerðu whois uppflettingu) eða ef þetta er keyrt á ókeypis vefsíðuþjónustu (t.d. Yahoo!, free.fr, f2s.com, o.s.frv.) þá stjórn eða kvartanadeild þeirrar þjónustu. Vinsamlegast athugaðu að phpBB Group hefur algjörlega enga lögsögu og getur á engan hátt verið dregið til ábyrgðar yfir því hvernig, hvar eða af hvefjum þetta spjallborð er notað. Ekki hafa samband við phpBB Group í sambandi við neitt lagalegt mál (lögbann, ábyrgðarmál, ærumeiðandi athugasemd o.s.frv.) sem tengist ekki beint phpBB.com vefsíðunni eða einstökum hugbúnaði frá phpBB sjálfum. Ef þú sendir tölvupóst til phpBB Group varðandi einhverja notkun af þriðja aðila á þessum hugbúnaði þá ættir þú að búast við að fá lítil eða engin svör.
Fara efst