Síða 1 af 1

Halló halló!

InnleggSent inn: 16. Janúar 2015, 13:34:33
eftir Óskar
Hæ, Óskar heiti ég og er vefstjóri hér á U2.is 8) Ég hef verið mikill aðdáandi U2 síðan árið 2001 þegar ég eignaðist Elevation 2001: Live from Boston DVD settið og hef beðið lengi eftir að eignast lénið U2.is til að fá að gera eitthvað sniðugt með það ;) Þetta er samt ekki fyrsta U2 tengda vefsíðan sem ég hef verið með því ég var áður með síðu á this.is/U2 :)

Ég hef enn sem komið er ekki farið á neina U2 tónleika en í ár mun það breytast. Ég er búinn að tryggja mér miða á alls 4 tónleika með þeim á næsta túr, 2 í Boston 10. og 11. júlí og svo 2 í London 25. og 26. október.

Ef þið viljið vita eitthvað meira um mig þá endilega spyrjið bara :)